Færslur: 2021 Mars31.03.2021 23:40HORDAFOR V11 á leið til Fáskrúðsfjarðar
Skrifað af Þorgeir 31.03.2021 09:14Ný Hulda GK frá Trefjum
Skrifað af Þorgeir 31.03.2021 00:27"Þorskurinn sennilega kominn upp í fjörur"
Þorskurinn sást ekki á togaraslóð í síðasta túr Akureyjar, en skipið kom til hafnar í Reykjavík í dag með 130 tonna afla. Þar af voru tæp 58 tonn af ufsa, 31 tonn af gullkarfa, 12 tonn af djúpkarfa, rúmlega 14 tonn af ýsu og rúmlega 14 tonn af þorski. „Markmiðið hjá okkur var aðallega að leita að ufsa og þorski í veiðanlegu magni,“ er haft eftir Magnúsi Kristjánssyni, skipstjóra á Akurey, á vef Brims sem gerir skipið út. „Það gekk upp með ufsann en þorskurinn er allur kominn inn fyrir línu og sennilega allt upp í fjörur og byrjaður að hrygna þar,“ segir hann. Veiðiferðin hófst á Eldeyjarbankanum en þar hafi lítið veiðst. „Við færðum okkur því yfir á Selvogsbankann. Þar var mokveiði á ýsu en þorskurinn sást ekki á togaraslóð. Næst var ferðinni heitið á Fjöllin. Þar var að vanda nóg af gullkarfa en við fundum líka töluvert af ufsa og heilt yfir var aflinn mjög góður,“ segir Magnús. Hann kveðst ekki eiga von á að þorskveiðin glæðist suðvestanlands fyrr en að aflokinni hrygningu. Þorskurinn hafi alls staðar gengið upp að ströndinni til hrygningar. Þá sé allur þorskur horfinn úr Jökuldýpi þar sem var góð veiði fyrir skömmu. Akurey heldur aftur til veiða annað kvöld en fyrst þarf áhöfnin að taka nýjan togvír um borð. Skrifað af Þorgeir 30.03.2021 00:52Hefur landað 110 tonnum í Þorlákshöfn.
Ljósafell SU-70, sem nú er statt suður af Selvogsvita, hélt á miðin á ný eftir að hafa landað 70 tonnum í Þorlákshöfn morgun. Skipið landaði einnig 40 tonnum á sama stað á fimmtudag og nemur því heildaraflinn 110 tonnum. Aflinn er blandaður og er uppistaðan 50 tonn af ýsu, 30 tonn af þorski, 20 tonn af ufsa og 10 tonn af ýmsum tegundum. Fram kemur á vef Loðnuvinnslunnar, sem gerir Ljósafell út, að fiskurinn er fluttur landleiðina til Fáskrúðsfjarðar til vinnslu.?????? Skrifað af Þorgeir 28.03.2021 10:04Hannaði stórfiskaskilju fyrir veiðar í ÓmanVerksmiðjutogarinn Gloria er við veiðar í Arabíuhafi undan ströndum Ómans. Þar er sótt í makríl og hrossamakríl.Fjórir Íslendingar sem eru yfirmenn á verksmiðjutogaranum Gloria láta vel af stórfiskaskilju sem þeir hafa nýtt við veiðar á makríl og hrossamakríl við veiðar í Arabíuhafi undan ströndum Ómans. Skiljan var sett upp af Hampiðjunni en skipið er eitt af þremur verksmiðjuskipum útgerðarfélagsins Al Wusta Fisheries Industries. Skipstjórar eru þeir Ásgeir Gíslason og Hafsteinn Stefánsson. Stórfiskaskiljan um borð i Gloriu mynd Hampiðjan
Skilur tunglfiskinn frá Í frétt Hampiðjunnar er rætt við Ásgeir en skipið er á veiðum með flottrolli.
Á þessum slóðum hefur aukaafli á borð við stærri fiska eins og tunglfiska, valdið áhöfninni vandræðum við veiðarnar.
Við þessu var brugðist með því að fá Vernharð Hafliðason, veiðarfærameistara hjá Hampiðjunni, til að hanna og setja upp sérstaka stórfiskaskilju í trollin að beiðni Hauks Inga Jónssonar, trollmeistara í veiðarfærum á skipinu. Hefur skiljan skilið út stórfiskategundir með mjög góðum árangri.
Hrossamakríll og makríll, sem nú er verið að veiða, svipar til þess sem veiddur er í Atlantshafinu. Honum er dælt beint um borð úr pokanum frá skut til fullvinnslu.
Með þessu móti er hámarks ferskleiki hráefnisins tryggður. Umhverfisáhrif skiljunnar skila sér afar vel til lífríkisins með því að skilja lifandi stórfisk út úr veiðarfærinu aftur til uppvaxtar í framtíðinni.
Í bréfi til útgerðarinnar um gagnsemi stórfiskaskiljunnar um borð í Gloria, og sagt er frá í frétt Hampiðjunnar, verður ekki betur séð en að skiljan leysi að öllu leyti þau vandamál sem aukaaflinn hefur haft í för með sér. Fréttin birtist upphaflega í Nýsköpunarblaði Fiskifrétta 18. febrúar Skrifað af Þorgeir 28.03.2021 01:56Stóð ekki á sama við eftirlit Norðmanna
Sigþóri Kjartanssyni, skipstjóra á Sólbergi ÓF-1, stóð ekki á sama þegar norska landhelgisgæslan kom um borð í bátinn í eftirlitsferð í síðasta túr skipsins í Barentshafi. Hann sagði óþægilegt að vita til þess að þeir kæmu um borð í miðjum Covid-19-faraldri, lagði ekki í tilhugsunina um smit um borð, sérstaklega þar sem heimstímið er þrír til fjórir dagar. „Það voru mjög miklar varúðarráðstafanir, að fjarlægð yrði haldin, að mennirnir sem komu um borð væru með grímur og hanska og sprittuðu sig í bak og fyrir. Þeir voru ekkert að kjassast í okkar mannskap og við ekkert í þeim,“ sagði Sigþór í samtali við 200 mílur. Hann bætti því við hann hann hefði vonast til þess að þeir kæmu ekki um borð en hjá því hafi víst ekki verið komist. Honum hafi ekki staðið á sama. Safna saman í einn túrSólbergið gerði ágætistúr í Barentshafið og landaði um 1.700 tonnum, mest þorski, um síðustu helgi. Sigþór segir að þar með hafi kvótinn í Barentshafi klárast. „Við förum þarna út með vissan kvóta. Þessu er svona smalað saman af íslenskum útgerðum, það eru margir sem eiga slettur hingað og þangað. Við höfum reynt að safna þessu saman til að gera einn góðan túr.“ Fært sé á milli skipa sem eiga ekki nægan kvóta til að það borgi sig að senda skip. „Við förum þarna út með það fyrir augum að vera sem fljótastir og koma okkur heim til Íslands.“ Sigþór segir túrinn hafa verið 36 daga alls, þar af er stímið um 6-7 dagar. Skrifað af Þorgeir 28.03.2021 01:17Landað úr Verði ÞH 44 á Akureyri
Skrifað af Þorgeir 27.03.2021 22:09Áhöfnin á Vestmannaey Ve 54
Skrifað af Þorgeir 27.03.2021 09:02Bergey og Vestmannaey Mokfiska við EyjarHeldur betur mokveiði hjá togurunum
núna eru tveir togarar að nálgast 1000 tonnin og búast má við að jafnvel 3 togarar fari yfir 1000 tonn í mars
Viðey RE var með 154 tonn í einni löndun eftir um 2 daga túr
Björgvin EA 145 tonn í 1 eftir um 4 daga túr
Akurey AKJ 182 tonn í 1
Bergey VE er hæstur 29 metra bátanna og var með 254 tonn í 3 róðrum
Björgúlfure EA 267 tonn í 2
Harðbakur eA 192 tonn í 2
Drangavík VE 177 tonn í 4
Sturla GK 193 tonn í 2
Þórunn SVeinsdóttir VE 155 tonn í 1
Vestmanney VE 222 tonn í 3 Skrifað af Þorgeir 26.03.2021 23:44Valþór Gk 123
Skrifað af Þorgeir 26.03.2021 23:28Málmey Sk 1
Skrifað af Þorgeir 26.03.2021 23:19Togað i kaldaskit á Reykjanesgrunni
Skrifað af Þorgeir 24.03.2021 05:12Friðrik Sigurðsson Ár heldur í róður
Skrifað af Þorgeir 19.03.2021 20:21IIviD GR-18-318
Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 740 Gestir í dag: 39 Flettingar í gær: 538 Gestir í gær: 59 Samtals flettingar: 997479 Samtals gestir: 48684 Tölur uppfærðar: 23.11.2024 10:21:20 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is